EQLS 2012 - Lífsgæði í stækkunarlöndunum

Forsaga

Árið 2011–2012, þegar þriðja evrópska lífsgæðakönnunin (e. European Quality of Life Survey, EQLS) fór fram, samanstóð Evrópusambandið af 27 aðildarríkjum. Það stækkaði í 28 þegar Króatía fékk aðild 1. júlí 2013. Átta lönd að auki taka þátt í viðræðum um frekari stækkun á Evrópusambandinu. Það fer eftir því hvar þau eru stödd í aðildarferlinu að Evrópusambandinu hvort lönd eru í flokknum inngöngulönd, umsóknarlönd eða hugsanleg umsóknarlönd.

Þriðja EQLS, sem var framkvæmd í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins, var einnig framkvæmd sumarið 2012 í sjö af löndunum níu í aðildarferlinu: Króatía, fyrrum júgóslavneska lýðveldinu Makedónía, Ísland, Kósóvó, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland.

Samhliða reglulegum skýrslum frá þessum löndum og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um framfarir þeirra við innleiðingu á stöðlum Evrópusambandsins og lykiltölum landanna, sem smám saman er verið að samþætta evrópska hagskýrslukerfinu, sem haldið er utan um af Eurostat, stuðlar EQLS að þróun ítarlegri yfirsýnar yfir samfélög Evrópu. Hún bætir einnig skilninginn á lífinu í stækkunarlöndunum.

Lönd með einstaka eiginleika

Króatía, fyrrum júgóslavneska lýðveldinu Makedónía, Ísland, Kósóvó, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland eru fjölbreyttur hópur. Með íbúafjöldann 328,000 er Ísland minnsta landið meðal núverandi aðildar- og umsóknarríkja Evrópusambandsins; hins vegar skorar Ísland tiltölulega hátt þegar kemur að vísum um lífsgæði og er oft yfir meðaltali Evrópusambandsins. Með íbúafjöldann 72 milljónir er Tyrkland langstærsta landið, sem fjallað er um, stærra en öll hin stækkunarlöndin til samans.

Öll lönd könnunarinnar, meðal annars þau á vestanverðum Balkanskaga, hafa nokkur séreinkenni hvað varðar lýðfræðilega, félagslega og þjóðernislega samsetningu og hvað varðar núverandi stöðu í alþjóðlegu samhengi, bæði á viðkomandi svæði og í evrópsku samhengi. Til dæmis hafa öll stækkunarlöndin, fyrir utan Króatíu og Serbíu, hærra hlutfall barna en meðaltalið í ESB27; Kósóvó var með hröðustu fólksfjölgunina (1,5%) árin 2000–2010, hraðari en í öllum ESB27 og stækkunarlöndunum. Svartfjallaland stendur út úr sem það land með hæst hlutfall farsímanotenda, en þar voru 2,2 áskriftir á hvern einstakling árið 2010 en Króatía og Serbía eru einnig með hærra hlutfall en meðaltalið í ESB27 sem er 1,2.

Þetta verkefni um lífsgæði í stækkunarlöndunum kynnir upplýsingar um sjö lönd sem samanstanda af helstu niðurstöðum könnunarinnar og stuttri umfjöllun. Upplýsingar um löndin sjö má finna á hægri spássíu þessarar síðu.